Þáttaröð Viðars Víkingssonar „Saga Sambandsins, ris-veldi-fall“ til sýnis á YouTube

Heimildaþáttaröð Viðars Víkingssonar, Saga Sambandsins, ris-veldi-fall (1999) má skoða í heild sinni á YouTube. Jón Viðar Jónsson leikhúsrýnir vakti athygli á þessu á dögunum á fésbókarsíðu sinni og ræðir verkið.

Hlekki á þættina má finna að neðan.

Jón Þór Hannesson hjá Sagafilm framleiddi myndina, sem sýnd var á Stöð 2 á sínum tíma.

Jón Viðar skrifar:

Það er fróðlegt að rifja upp kynni af þessari tuttugu ára gömlu heimildamynd um sögu SÍS eftir Vidar Vikingsson nú þegar mál kaupfélaganna eru í brennidepli vegna myndar Grímur Hákonarson (egf) Héraðið. Það er eflaust bæði kostur hennar og veikleiki hversu mikið fer þar fyrir ýmsum þátttakendum í SÍS-dramanu; án þess að vera sérfræðingur í sögu verslunar og viðskipta gæti ég trúað því að hlutlausari sagnfræðingar framtíðarinnar líti þar eitt og annað öðrum augum en sumir sem þarna hafa orðið. Af hverju í ósköpunum eru fræðingarnir ekki annars búnir að skrifa þessa sögu? Er það af því að þar eru ýmsir hlutir sem enn kunna að vera einhverjum viðkvæmi? Það vekur td eftirtekt mína að ekkert er minnst þarna á hið fræga Olíufélagsmál þar sem Vilhjálmur Þór kom mjög við sögu – og er ekki sú mynd sem þarna er dregin upp af honum nokkuð glanskennd? En mynd Viðars er allt um það frábærlega vel gerð og nánast skylduáhorf fyrir alla sem lata sig þessa sögu nokkru varða. 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR