spot_img

[Stikla] Heimildamynd Ágústs Guðmundssonar um Gunnar Þórðarson á RÚV um páskana

Heimildamyndin Tónskáldið Gunnar Þórðarson eftir Ágúst Guðmundsson verður sýnd í tveimur hlutum á RÚV um páskana.

Verkið lýsir ævintýralegum ferli Gunnars og segir í kynningu að þetta sé þroskasaga tónskálds sem aldrei fór í tónlistarskóla. Mörg vinsælustu lög síðustu áratuga eru frá Gunnari komin: Bláu augun þín, Þú og ég, Gaggó Vest, Vetrarsól, Þitt fyrsta bros og þannig mætti lengi telja. Árið 2005 voru hljóðrituð lög hans orðin 500 og síðan hefur bæst við. Á síðari árum hefur hann samið hljómsveitarverk og kórverk í klassískum stíl, ennfremur óperu sem þykir marka tímamót í íslenskri tónlistarsögu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR