Hildur Guðnadóttir fær Norrænu tónlistarverðlaunin fyrir tónlistina í CHERNOBYL

Hildur Guðnadóttir (mynd: RÚV).

Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag Nordic Music Prize, norrænu tónlistarverðlaunin, fyrir tónlistina við sjónvarpsþættina Chernobyl. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þar segir einnig:

Verðlaunin voru afhent í Ósló í dag á tónlistarhátíðinni by:Larm.

Í umsögn dómnefndar sagði að þó tónlistin endurspegli þá hræðilegu atburði sem þættirnir fjalla um, þá stendur hún einnig eftir sem falleg tónsmíð sem tekin voru upp á óvenjulegan hátt. Komið hefur fram að Hildur skapaði tónlistina í kjarnorkuverki í Litháen.

Auk Hildar voru íslensku tónlistarkonurnar Cell7 og Countless Malaise tilnefndar fyrir verk sín frá síðasta ári. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2010.

Sigurganga Hildar hófst í september þegar hún hlaut Emmy-verðlaunin fyrir tónlistina við Chernobyl. Síðan hlaut hún Golden Globe-verðlaunin fyrir Jókerinn og svo Grammy fyrir Chernobyl. Hún stóð síðan uppi sem sigurvegari á bresku BAFTA-verðlaununum og vann loks Óskarinn fyrir Jókerinn, fyrst Íslendinga.

Sjá nánar hér: Sigurganga Hildar Guðnadóttur heldur áfram

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR