Ný stjórn Wift á Íslandi kjörin

Nýkjörin stjórn Wift á Íslandi, frá vinstri: Silla Berg, María Lea Ævarsdóttir, Anna Sæunn Ólafsdóttir, Þórey Mjallhvít Heiðar- og Ómarsdóttir og Helena Harsita. á myndina vantar Völu Þórsdóttur.

Ný stjórn Félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi (Wift) á Íslandi var kosin á aðalfundi félagsins á dögunum. Nýr formaður er Anna Sæunn Ólafsdóttir leikstjóri og leikkona sem tekur við formennskunni af Helgu Rakel Rafnsdóttur.

Aðrir stjórnarmeðlimir eru Vala Þórsdóttir handritshöfundur og leikkona, Þórey Mjallhvít Heiðar- og Ómarsdóttir hreyfimyndagerðarkona, Silla Berg handritshöfundur, Helena Harsita leikstjóri og handritshöfundur og María Lea Ævarsdóttir framleiðandi og stjórnandi Reykjavík Feminist Film Festival. Dögg Mósesdóttir mun starfa áfram sem fulltrúi Wift á Íslandi í Wift Nordic og sem varamaður stjórnar.

Meðfylgjandi er mynd af öllum stjórnarmeðlimum en á myndina vantar Völu Þórsdóttur.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR