spot_img

Lífssaga kvikmyndar, eða hvernig SAGA BORGARÆTTARINNAR varð þjóðkvikmynd Íslands

Saga Borgarættarinnar (1920) eftir Gunnar Sommerfeldt, sem byggð var á samnefndri skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, er fyrsta leikna kvikmyndin sem gerð er á Íslandi. Í tilefni aldarafmælis kvikmyndarinnar hefur Erlendur Sveinsson skrifað grein í Tímarit Máls og menningar þar sem hann rekur tilurðar-, viðtöku- og varðveislusögu myndarinnar. Greinin er aðgengileg hér.

Grein Erlendar hefst svo:

Hvernig má það vera að aðeins örfáum mánuðum eftir að Íslendingar öðluðust fullveldi frá Dönum geri danskur kvikmyndaflokkur út leiðangur til Íslands til að taka stórmynd eftir sögu Íslendings? Í kjölfarið nær þessi þögla kvikmynd slíkum vinsældum með þjóðinni að hún hefur lifað með henni í heila öld og því freistandi að skýrgreina hana sem eins konar þjóðkvikmynd Íslands. Sambærileg flokkun á ekki við um neina aðra kvikmynd þótt alíslensk sé.

Sjá greinina í heild sinni hér: Lífssaga kvikmyndar

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR