[Stikla] Heimildamyndin „Spólað yfir hafið“ frumsýnd 20. apríl

Rammi úr Spólað yfir hafið.

Sýningar á heimildamynd Andra Freys Viðarssonar, Spólað yfir hafið, hefjast í Bíó Paradís fimmtudaginn 20. apríl. Myndin er um hóp Íslendinga sem kynnir íslenska torfærukeppni fyrir Bandaríkjamönnum.

Í kynningu segir:

Í þessari mynd fylgjumst við með 15 bílstjórum ásamt fylgdarliði. Hóp sem samanstendur af fjölskyldumeðlimum og dyggum hópi aðstoðarmanna, sem virðast nærast á smurningu og eldsneyti. Við fylgjumst með þessum “sendiherrum” torfærunnar, sem samanstendur af okkar bestu ökumönnum. Þar á meðal goðsögninni sjálfri, Árna Kópssyni á Heimasætunni!

Árni hætti að keppa í torfæru árið 1993, eftir að vera búinn að vinna allt sem hægt var að vinna á Heimasætunni sinni. Árni kaus að sitja ekki heima og bíða eftir sögum frá félögunum af ævintýrunum í Bandaríkjunum. Ó nei, þvert á móti. Árni gat ekki hugsað sér að vera heima á meðan að þetta blað í sögunni yrði brotið. Þess vegna keypti hann Heimasætuna aftur, eða það sem eftir var af henni og endurgerði hana nákvæmlega eins og hún var á gullaldarárum torfærunnar. Í þessu stóð hann, til þess eins að fara meða hana til Dyersburg, Tennesse í Bandaríkjunum og þar ætluðu Árni og félagar að gera þrennt. Monta sig af bílunum sínum. Kenna kananum að keyra og í leiðinni bjóða þeim upp á sýningu aldarinnar!

Spólað yfir hafið fjallar samt ekki um bíla og hestöfl. Hún fjallar um fólk sem stundar þennan lífstíl og fallegt samband á milli bílstjóranna, fjölskyldna þeirra og aðstoðarmanna. Eins og kemur fram í myndinni. Þetta er ein stór fjölskylda.

Republik framleiðir í samvinnu við RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR