HeimEfnisorðHeiða Rún Sigurðardóttir

Heiða Rún Sigurðardóttir

Heiða Rún tilnefnd til C21 sjónvarpsverðlaunanna fyrir „Stellu Blómkvist“

Heiða Rún Sigurðardóttir (Heida Reed) er tilnefnd sem besta leikkonan á C21’s International Drama Awards fyrir túlkun sína á Stellu Blómkvist í samnefndum sjónvarpsþáttum framleiddum af Sagafilm sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans.

„Stella Blómkvist“ sögð gera Nordic Noir sjóðheitt á ný

Sænska vefritið Moviezine fjallar um þáttaröðina Stellu Blómkvist sem sýnd er á Norrænum kvikmyndadögum í Lubeck. Blaðamaðurinn, Alexander Dunerfors, segir Stellu vera allt það sem hann telji litlu systur Sögu Norén úr Brúnni eiga að vera; óttalausa, klára, þokkafulla, óvenjulega og klækjakvendi þegar þarf.

„Stella Blómkvist“ í bak og fyrir

Drama Quarterly fjallar um þáttaröðina Stellu Blómkvist sem verður til sýnis í Sjónvarpi Símans og á Viaplay í lok nóvember. Rætt er við Óskar Þór Axelsson leikstjóra, Kjartan Þór Þórðarson framleiðenda, Heiðu Rún Sigurðardóttur (Heiðu Reed) sem fer með aðalhlutverkið og Jóhann Ævar Grímsson aðalhandritshöfund.

[Stikla] Þáttaröðin „Stella Blómkvist“

Þáttaröðin Stella Blómkvist kemur í Sjónvarp Símans í nóvember næstkomandi. Stikla þáttanna, sem eru sex talsins og verða allir fáanlegir í einu, er komin út.

Tökur standa yfir á þáttaröðinni „Stellu Blómkvist“

Tökur standa nú yfir á þáttaröðinni Stellu Blómkvist í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Þættirnir eru byggðir á samnefndum bókum eftir samnefndan hulduhöfund. Heiða Rún Sigurðardóttir (Poldark) fer með aðalhlutverkið, en Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir eru væntanlegir í haust.

Áframhald á „Poldark“, þættirnir væntanlegir á RÚV

Bresku sjónvarpsþættirnir Poldark sem BBC hóf sýningar á fyrir skömmu, hafa notið vinsælda en allt að átta milljónir horfa á þáttaröðina þar í landi sem þykir mjög fínt. Meðal leikenda í þáttunum er íslenska leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir eða Heidi Reed eins og hún kallar sig. Heiða Rún fór með eitt stærsta hlutverkið í þáttaröðinni Hraunið sem sýnd var á RÚV í fyrra.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR