Tökur standa yfir á þáttaröðinni „Stellu Blómkvist“

Heiða Rún Sigurðardóttir er Stella Blómkvist.

Tökur standa nú yfir á þáttaröðinni Stellu Blómkvist í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Þættirnir eru byggðir á samnefndum bókum eftir samnefndan hulduhöfund. Heiða Rún Sigurðardóttir (Poldark) fer með aðalhlutverkið, en Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir eru væntanlegir í haust.

Seríunni, sem er í sex þáttum, er svo lýst:

Stella Blómkvist er sakamálasería í noir stíl þar sem við fylgjum eftir andhetjunni, tálkvendinu og lögfræðingnum Stellu Blómkvist, sem fetar sínar eigin slóðir – helst yfir tærnar á valdamiklu fólki sem hefur eitthvað að fela.

Auk Heiðu Rúnar fara Kristín Þóra Haraldsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með helstu hlutverk.

Handritshöfundar eru Jóhann Ævar Grímsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Andri Óttarsson. Anna Vigdís Gísladóttir og Þórhallur Gunnarsson framleiða fyrir Sagafilm. Árni Filippusson stjórnar myndatöku og Guðni Halldórsson og Gunnar B. Guðbjörnsson klippa. Helgi Sæmundur Guðmundsson gerir tónlist.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR