Heim Gagnrýni "Stella Blómkvist" sögð gera Nordic Noir sjóðheitt á ný

„Stella Blómkvist“ sögð gera Nordic Noir sjóðheitt á ný

-

Heiða Rún Sigurðardóttir (Heidi Reed) sem Stella Blómkvist. (Mynd: Sagafilm)

Sænska vefritið Moviezine fjallar um þáttaröðina Stellu Blómkvist sem sýnd er á Norrænum kvikmyndadögum í Lubeck. Blaðamaðurinn, Alexander Dunerfors, segir Stellu vera allt það sem hann telji litlu systur Sögu Norén úr Brúnni eiga að vera; óttalausa, klára, þokkafulla, óvenjulega og klækjakvendi þegar þarf.

Dunerfors segir ennfremur:

„Hún fer kannski ekki í sjónvarpssöguna sem flóknasta eða best skrifaða persónan en sjálfstraust hennar er til fyrirmyndar. Hún höndlar það vel að gera sig gildandi í karlaheimi. Stella er kjaftfor, keðjureykjandi og stundar kynlíf að vild – svona persóna er venjulega túlkuð af karlmanni. En umfram allt ber hún gott skynbragð á aðstæður og svo er hún löglærð að auki og þetta gerir hana að hættulegum andstæðingi.“

Dunerfors segir söguheiminn meðvitað ýktan og að það sé fersk nálgun og fjarri hinu kalda og dökka útliti hefðbundinna norrænna spennuþátta.

Hann segir loks:

„Stella Blómkvist er svöl og skemmtileg glæpasería sem fær jafnvel þá sem eru orðnir hundleiðir á löggusögum til að vakna. Frásögnin er hröð og verður aldrei leiðinleg. Það er ekki síst að þakka Heiðu Reed.“

Sjá nánar hér: Icelandic „Stella Blomkvist“ makes Scandi-noir hot again | MovieZine

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.