Þáttaröðin „Stella Blómkvist“ fer öll í loftið í dag í Sjónvarpi Símans

Allir sex þættir þáttaraðarinnar Stella Blómkvist fara í loftið í dag hjá Sjónvarpi Símans. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er haft á með íslenska þáttaröð.

Þættirnir segja af andhetjunni, tálkvendinu og lögfræðingnum Stellu Blómkvist, sem fetar sínar eigin slóðir. Í starfi sínu sem lögfræðingur vílar hún ekki fyrir sér að beita brögðum til að fá sínu framgengt og tekur að sér mál þar sem hún sér möguleika á að uppræta spillingu og glæpastarfsemi hjá einstaklingum í valdastöðum.

Í þáttunum er Ísland í blússandi góðæri og áhrif Kínverja á íslenskt efnahagslíf og stjórnmál eru mikil. Byggt á bókunum um Stellu Blómkvist, en engin veit hver skrifar bækurnar. Stella er leikin af Heiðu Rún Sigurðardóttur sem margir þekkja úr þáttunum Poldark. Sagafilm framleiðir, en leikstjóri er Óskar Þór Axelsson.

Athygli vekur að í myndskránni er rekjanlegt merki tengt við áskrifanda í þeim tilgangi að rekja ólöglega notkun myndefnisins ef þörf krefur.

Nánar má fræðast um þættina (og gerast áskrifandi) hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR