Viaplay fjárfestir í „Stellu Blómkvist“

Heiða Rún Sigurðardóttir er Stella Blómkvist.

Norræna streymisveitan Viaplay hefur fjárfest í þáttaröðinni Stellu Blómkvist sem Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þetta er í fyrsta sinn sem Viaplay tekur þátt í íslensku sjónvarpsverkefni.

Sölufyrirtækið Red Arrow International mun kynna þáttaröðina á MIPCOM 2017, sem fram fer í haust.

Greint er frá þessu á vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR