Þáttaröðin Svörtu sandar í leikstjórn Baldvins Z, sem framleitt er af Glassriver, hefur selst til stórra dreifingaraðila víða um heim. Önnur syrpa er væntanleg.
Friðrik Mar Hilmarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar í Noregi hjá efnisveitunni Viaplay. Friðrik á að baki yfir þrjátíu ára fjölþætta reynslu í kvikmyndagerð, bróðurpartinn í norskum kvikmyndaiðnaði.
Þáttaröðin Stella Blómkvist verður í opinni dagskrá Sjónvarps Símans frá 14. janúar næstkomandi og verður hver þáttur sýndur vikulega. Þá verða fyrstu tveir þættirnir frumsýndir á norrænu streymiþjónustunni Viaplay þann 2. febrúar.
Alþjóðleg útgáfa stiklu þáttaraðarinnar Stella Blómkvist hefur verið opinberuð. Sagafilm framleiðir þættina fyrir Símann og norrænu efnisveituna Viaplay. Red Arrow annast alþjóðlega sölu.
Norræna streymisveitan Viaplay hefur fjárfest í þáttaröðinni Stellu Blómkvist sem Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þetta er í fyrsta sinn sem Viaplay tekur þátt í íslensku sjónvarpsverkefni.