Tökur standa yfir á nýrri syrpu STELLU BLÓMKVIST

Þessa dagana standa yfir tökur á annarri syrpu þáttaraðarinnar Stella Blómkvist. Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans og Viaplay.

Sem fyrr fer Heiða Rún Sigurðardóttir með aðalhlutverkið, hinn harðsnúna lögfræðing Stellu Blómkvist.

Óskar Þór Axelsson, sem leikstýrði fyrstu syrpunni og Þóra Hilmarsdóttir (Brot) leikstýra að þessu sinni. Þættirnir verða sex og þeim verður dreift á heimsvísu af Red Arrow Studios International og af Lumière í Benelux-löndunum (Belgíu, Hollandi og Lúxemborg).

Frá tökum á annarri syrpu Stellu Blómkvist | Mynd: Saga Sig.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR