HeimFréttirJóhann Ævar Grímsson tilnefndur til norrænna handritsverðlauna fyrir "Stellu Blómkvist"

Jóhann Ævar Grímsson tilnefndur til norrænna handritsverðlauna fyrir „Stellu Blómkvist“

-

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur kynnt tilnefningar til sjónvarpshandritaverðlauna sinna, en þetta er í annað skiptið sem þau eru veitt. Fulltrúi Íslands er Jóhann Ævar Grímsson fyrir handritið að þáttaröðinni Stellu Blómkvist.

Verðlaunafé nemur um tveimur og hálfri milljón króna og verða verðlaun afhent á Gautaborgarhátíðinni sem hefst 26. janúar.

Sjá nánar hér: Nordisk Film & TV Fond Prize nominees and jury unveiled

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR