Þór Tjörvi Þórsson til Netop Films

Þór Tjörvi Þórsson.

Þór Tjörvi Þórsson hefur verið ráðinn til Netop Films, framleiðslufyrirtækis Grímars Jónssonar (Hrútar, Undir trénu). Tjörvi hefur störf hjá Netop um næstu mánaðamót en hann hefur verið framleiðslustjóri Kvikmyndamiðstöðvar Íslands undanfarin ár.

Tjörvi segir í stuttu spjalli við Klapptré að hann hlakki til að takast á við þetta nýja verkefni og komast „hinumegin við borðið“ ef svo megi segja, en hann hefur starfað hjá Kvikmyndamiðstöð síðastliðin níu ár. Hann segir Netop hafa verið að gera frábæra hluti og því verði haldið áfram.

„Ég vil þakka öllum sem maður hefur átt samskipti við í bransanum fyrir samstarfið og hlakka til að hitta fólk aftur á nýjum vettvangi.“

Næsta verkefni Netop Films, Héraðið í leikstjórn Gríms Hákonarsonar, fer í tökur á næstu vikum.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR