Sigurrós Hilmarsdóttir ráðin framleiðslustjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands

Sigurrós Hilmarsdóttir.

Sigurrós Hilmarsdóttir hefur verið ráðin framleiðslustjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands frá og með næstu mánaðamótum. Starfið var auglýst laust til umsóknar í nóvember s.l. og var hún valin úr hópi 56 umsækjenda.

Sigurrós er með B.A próf í hagfræði og M.Sc. í fjármálahagfræði. Meistaraverkefni Sigurrósar fjallaði um  kvikmyndaframleiðslu á Norðurlöndum. Hún hefur áður starfað hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands á árunum 2007-2012 sem framleiðslu- og fjármálastjóri og þar áður sem rekstrarstjóri Iðnaðarráðuneytisins þar sem hún sat m.a. í endurgreiðslunefnd vegna kvikmyndagerðar á Íslandi á árunum 2005 – 2012, fyrst fyrir hönd Iðnaðarráðuneytis og síðar fyrir hönd Kvikmyndamiðstöðvar.

Sigurrós tekur við starfi Þórs Tjörva Þórssonar sem hefur starfað hjá Kvikmyndamiðstöð undanfarin 9 ár og þar af sem framleiðslustjóri síðustu þrjú ár.

Sjá nánar hér: Sigurrós Hilmarsdóttir hefur verið ráðin framleiðslustjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR