HeimEfnisorðNetop Films

Netop Films

[Stikla] Fantasíu- og ævintýramyndin „Goðheimar“ í bíó 11. október

Stikla dönsk/íslensku ævintýramyndarinnar Goðheimar hefur verið opinberuð og má skoða hér. Myndin fjallar um víkingabörnin Röskvu og Þjálfa sem koma í Goðheima með þrumuguðinum Þór og Loka hinum lævísa. Goðheimar eru að hruni komnir og eingöngu krakkarnir geta komið til bjargar.

[Stikla] „Héraðið“ frumsýnd 14. ágúst

Héraðið eftir Grím Hákonarson verður frumsýnd í Senubíóunum miðvikudaginn 14. ágúst. Stikla myndarinnar er komin út og má skoða hér.

Þór Tjörvi Þórsson til Netop Films

Þór Tjörvi Þórsson hefur verið ráðinn til Netop Films, framleiðslufyrirtækis Grímars Jónssonar (Hrútar, Undir trénu). Tjörvi hefur störf hjá Netop um næstu mánaðamót en hann hefur verið framleiðslustjóri Kvikmyndamiðstöðvar Íslands undanfarin ár.

Bac Films dreifa „Undir trénu“ í Frakklandi

New Europe Film Sales hefur selt dreifingarréttinn í Frakklandi á kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar Undir trénu til Bac Films, eins helsta dreifingaraðila þar í landi.

Tökur hafnar á „Undir trénu“

Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar (París norðursins). Myndin gerist í Reykjavík samtímans og skartar þeim Steinda Jr., Sigurði Sigurjónssyni, Eddu Björgvinsdóttur, Þorsteini Bachmann og Selmu Björnsdóttur í aðalhlutverkum.

Eurimages styrkir „Undir trénu“ um 30 milljónir króna

Eurimages veitti á dögunum 29 evrópskum samframleiðsluverkefnum styrki sem nema alls 7,239,000 evrum eða tæpum milljarði króna. Bíómyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Sigurðssonar hlaut styrk uppá 213,000 evrur eða um 30 milljónir króna.

„Hrútar“ seld um alla Austur-Evrópu

Pólska sölufyrirtækið New Europe Film Sales hefur gengið frá sölu á Hrútum Gríms Hákonarsonar til fjölda A-Evrópulanda í kjölfar Karlovy Vary hátíðarinnar sem er nýlokið.

Heimildamyndin „Óli Prik“ frumsýnd 6. febrúar

Óli Prik er persónuleg heimildarmynd um handboltamanninn Ólaf Stefánsson og þau tímamót þegar hann snýr aftur heim eftir 17 ár í atvinnumennsku og tekur að sér að þjálfa meistaraflokk Vals. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum þann 6. febrúar.

Vetrartökum á „Hrútum“ frestað vegna snjóleysis

Vetrartökum á kvikmyndinni Hrútum í leikstjórn Gríms Hákonarsonar hefur verið frestað fram í janúar vegna snjóleysis í Bárðardal. Síðari hluti af tökum hefur staðið yfir nú í nóvember en síðustu tökudagarnir hafa nú verið færðir fram í janúar vegna einmuna veðurblíðu á Norðurlandi.

Vetrartökur hafnar á „Hrútum“, tökur á „Ófærð“ hefjast á morgun

Vetrartökur á Hrútum Gríms Hákonarsonar hófust í dag á Norðurlandi og munu standa til loka mánaðarins. Þá hefur Klapptré hlerað að tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð hefjist á morgun.

Tökur hafnar á „Hrútum“ Gríms Hákonarsonar

Tökur eru hafnar á kvikmynd Gríms Hákonarsonar Hrútar. Upptökur fara fram í Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið á Mýri og Bólstað en þeir bæir standa hlið við hlið, alveg syðst í Bárðardal að vestan.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR