„Héraðið“ Gríms Hákonarsonar í tökur í byrjun næsta árs

Grímur Hákonarson leikstjóri og handritshöfundur Hrúta, kátur með Eddu.

Tökur á næstu mynd Gríms Hákonarsonar, Héraðinu, hefjast í febrúar á næsta ári. Verkefnið hlaut nýverið 110 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndasjóði.

Þetta var tilkynnt á Cannes hátíðinni í dag, Screen segir frá.

Teymið á bakvið Hrúta, síðustu mynd Gríms sem hlaut Un Certain Regard verðlaunin á Cannes fyrir tveimur árum, mun einnig standa á bakvið þessa mynd. Grímar Jónsson framleiðir fyrir Netop Films, en Profile Pictures í Danmörku og Haut le Court í Frakklandi meðframleiða. New Europe annast heimssölu, líkt og með Hrúta. Sturla Brandth Grövlen annast kvikmyndatöku.

Héraðið er drama sem fjallar um Ingu, miðaldra kúabónda, sem missir eiginmann sinn í bílslysi og verður að standa á eigin fótum.

Grímur segist í samtali við Screen hlakka til að hitta aftur Hrútateymið og segir þetta verða eins og ættarmót. Hann bætir við að þó að myndin gerist einnig í sveit líkt og Hrútar, verði hún gerólík.

Áætlað er að myndin verði tilbúin vorið 2019.

Netop Films og New Europe kynna einnig mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu, á Cannes. Myndin er nú í eftirvinnslu og er væntanleg í haust.

Sjá nánar hér: ‘Rams’ team gears up for ‘The County’ | News | Screen

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR