Match Factory selur „Andið eðlilega“ á heimsvísu

Babetida Sadjo og Patrik Nökkvi Pétursson í Andið eðlilega.

Þýska sölufyrirtækið Match Factory mun annast sölu á Andið eðlilega, fyrstu bíómynd Ísoldar Uggadóttur, á alþjóðlegum vettvangi.

Screen segir frá.

Andið eðlilega er nú í eftirvinnslu. Myndin segir frá tveimur mæðrum á jaðri samfélagsins; önnur er flóttamaður sem hefur strandað á Íslandi, hin er tollvörður sem handtekur hana við komuna til landsins.

Þetta er fyrsta íslenska kvikmyndin sem tæklar málefni flóttamanna. Með helstu hlutverk fara hollenska leikkonan Babetida Sadjo, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Patrik Nökkvi Pétursson.

Í Screen er haft eftir Skúla Malmquist, framleiðanda hjá Zik Zak að Ísold hafi á undanförnum árum sannað sig sem einn áhugaverðasti leikstjórinn á Íslandi.

“Hún hefur sérstaklega áhuga á félagslega raunsæum sögum sem fanga sterkar tilfinningalegar aðstæður mannlegrar tilvistar,“ bætir hann við.

Sjá nánar hér: Match Factory bolsters Cannes slate | News | Screen

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR