Þáttaröðin AFTURELDING fær um 20 milljóna króna styrk frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Afturelding hlaut á dögunum um 20 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Zik Zak framleiðir þættina sem fara í tökur í haust og verða sýndir á RÚV á næsta ári.

Þættirnir eru alls átta. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Elsa María Jakobsdóttir og Gagga Jónsdóttir leikstýra. Handritshöfundar eru Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Halldór Laxness Halldórsson, Jörundur Ragnarsson, Katrín Björgvinsdóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir. Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist framleiða.

Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið, útbrunna handboltastjörnu sem snýr aftur til síns gamla félags en kemst í hann krappann þegar hann þarf að þjálfa kvennaliðið í handbolta.

Þættirnir eru einnig fjármagnaðir af RÚV og hinum norrænu almannastöðvunum auk Kvikmyndasjóðs og Creative Europe.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR