Tvær þáttaraðir sem Zik Zak kvikmyndir framleiðir eru væntanlegar innan skamms, sú fyrri Pabbahelgar í haust og hin síðari Afturelding væntanlega á næsta ári. Kynningarstikla hinnar síðarnefndu er nýkomin út.
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Halldór Halldórsson hlutu í dag styrk úr Leiklistarsjóði Þorsteins Ö. Stephensen hjá RÚV til að skrifa sjónvarpsþáttaröðina Aftureldingu. Styrkurinn nemur 2,8 milljónum króna.