spot_img
HeimDreifing"Hrútar" seld um alla Austur-Evrópu

„Hrútar“ seld um alla Austur-Evrópu

-

Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið í Hrútum. Mynd: Sturla Brand Grövlen.

Pólska sölufyrirtækið New Europe Film Sales hefur gengið frá sölu á Hrútum Gríms Hákonarsonar til fjölda A-Evrópulanda í kjölfar Karlovy Vary hátíðarinnar sem er nýlokið.

Löndin eru Pólland, Tékkland, Slóvakía, Eistland, Litháen, Lettland og Rúmenía. Að auki hefur myndin verið seld til Brasilíu og Portúgal.

Áður hefur myndin verið seld til fjölda landa og er heildarfjöldi þeirra nú í kringum fjörtíu sem er svipaður árangur og Hross í oss náði á síðasta og þarsíðasta ári.

Myndin er framleidd af Grímari Jónssyni hjá Netop Films.

Sjá nánar hér: Cannes’ Un Certain Regard Winner ‘Rams’ Sells Across Eastern Europe (EXCLUSIVE)

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR