HeimEfnisorðNordic TV Prize for Best Script

Nordic TV Prize for Best Script

HEIMA ER BEST til­nefnd til norrænu handritaverðlaunanna

Aðalhöfundur og leikstjóri er Tinna Hrafnsdóttir sem skrifaði handritið ásamt Ottó Geir Borg og Tyrfingi Tyrfingssyni. Verðlaunin verða afhent á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í janúar.

Aníta Briem: Vildi fjalla um það þegar ég málaði mig út í horn

Aníta Briem er tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handrit sitt að þáttaröðinni Svo lengi sem við lifum. Verðlaunin verða afhent 1. febrúar á Gautaborgarhátíðinni.

VERBÚÐIN fær Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin

Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason unnu í dag til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir sjónvarpsþáttaröðina Verbúðin. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk þáttaröð vinnur þessi verðlaun sem veitt hafa verið frá 2017.

VERBÚÐIN tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna

Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason eru tilnefndir til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handritið að þáttaröðinni Verbúðin. Verðlaunin verða veitt í sjötta sinn á Gautaborgarhátíðinni í janúar.

Jóhann Ævar Grímsson um SYSTRABÖND: Ekki hver gerði það, heldur afhverju

Jóhann Ævar Grímsson er tilnefndur til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna í ár fyrir þáttaröðina Systrabönd sem væntanleg er í Sjónvarp Símans á þessu ári. Verðlaunin verða afhent á Gautaborgarhátíðinni. Nordic Film & TV News ræddi við hann af þessu tilefni.

SYSTRABÖND tilnefnd til handritaverðlauna Norræna sjóðsins

Þáttaröðin Systrabönd er tilnefnd til Nordisk Film og TV Fond handritsverðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem hefst í lok janúar. Þáttaröðin keppir þar um besta handrit í flokki dramasjónvarpsþáttaraða á Norðurlöndunum.

Margrét Örnólfsdóttir tilnefnd til handritsverðlauna fyrir „Flateyjargátuna“

Margrét Örnólfsdóttir hef­ur verið til­nefnd til handritsverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins fyrir Flateyjargátuna. Verðlaunin eru veitt á Gautaborgarhátíðinni sem hefst í lok janúar, fyrir besta hand­ritið í flokki sjón­varpsþátt­araða á Norður­lönd­um.

Spjallað við handritshöfunda „Stellu Blómkvist“

Á fréttavef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er rætt við handritshöfunda þáttaraðarinnar Stellu Blómkvist; Jóhann Ævar Grímsson, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Andra Óttarsson. Verkið keppir nú um Norrænu sjónvarpsverðlaunin á Gautaborgarhátíðinni.

Jóhann Ævar Grímsson tilnefndur til norrænna handritsverðlauna fyrir „Stellu Blómkvist“

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur kynnt tilnefningar til sjónvarpshandritaverðlauna sinna, en þetta er í annað skiptið sem þau eru veitt. Fulltrúi Íslands er Jóhann Ævar Grímsson fyrir handritið að þáttaröðinni Stellu Blómkvist.

„Fangar“ tilnefnd til nýrra norrænna sjónvarpsverðlauna

Ragnar Bragason og Margrét Örnólfsdóttir eru tilnefnd til nýrra norrænna sjónvarpsverðlauna fyrir handrit þáttaraðarinnar Fanga, sem veitt verða á Gautaborgarhátíðinni í febrúarbyrjun. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn stendur að verðlaununum.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR