VERBÚÐIN fær Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin

Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason unnu í dag til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir sjónvarpsþáttaröðina Verbúðin. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk þáttaröð vinnur þessi verðlaun sem veitt hafa verið frá 2017.

Verðlaunin voru afhent á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í dag, miðvikudaginn 2. febrúar. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film & TV Fond) stendur fyrir verðlaununum.

Gísli Örn, Björn Hlynur og María Reyndal leikstýra þáttaröðinni. Framleiðendur eru Nana Alfredsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn og Björn Hlynur fyrir Vesturport.

Verðlaunaféð nemur u.þ.b. 20 þúsund evrum, en tilgangur Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er að efla framleiðslu norræns kvikmynda- og sjónvarpsefnis með því að taka þátt í lokafjármögnun bíómynda, sjónvarpsmynda og þáttaraða og skapandi heimildamynda.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR