LJÓSBROT Rúnars Rúnarssonar fær 19 milljónir frá Norræna sjóðnum

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur veitt kvikmyndinni Ljósbrot í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar tæplega 19 milljón króna styrk. Þetta var tilkynnt í dag. Tökur hefjast í haust.

Myndinni er svo lýst í kynningu: Hinn fyrsti missir og ferðalagið sem því fylgir. Þegar hlátur breytist í grátur og fegurðin á samleið með sorginni.

Verkefnið hefur hlotið 110 milljón króna styrk úr Kvikmyndasjóði.

Rúnar leikstýrir og skrifar handrit. Framleiðendur eru Heather Millard, Lilja Ósk Snorradóttir og Rúnar. Myndinni verður dreift af Samfilm á Íslandi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR