Mikill áhugi á “Verbúð”, valið besta verkefnið á samframleiðslumessu á Berlinale

Þáttaröðin Verbúð (Black Port), sem nú er í undirbúningi, var valið áhugaverðasta verkefnið á CoPro Series samframleiðslumessunni á Berlinale.

Vesturport stendur á bakvið þættina sem eru skrifaðir af Mikael Torfasyni. Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur Haraldsson munu leikstýra, en þættirnir sem verða átta talsins verða sýndir á RÚV.

„Verbúðin gerist á árunum 1983-1991 og fjallar um nokkra vini sem gera upp gamlan bát og fara í útgerð. Þeim gengur vel þar til kvótakerfið kemur til sögunnar, en þá fer allt í heljarinnar uppnám. Þetta er stór, mikil og marglaga saga. Þarna ríkir mikil nostalgía sem margir eiga eftir að kannast við, verbúðarlífið, sex, drugs and rock’n’roll eins og þeir segja,“ hefur DV eftir Gísla Erni.

Sjá umfjöllun Variety hér: Iceland’s ‘Black Port’ Wins Series Mania Award at CoPro Series Event

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR