HeimEfnisorðBerlinale 2018

Berlinale 2018

Berlinale II: Skipulögð hjónabönd, hjólastólakómedía og pólitískar rokkstjörnur

Í seinni pistli Ásgeirs H. Ingólfssonar um síðustu Berlínarhátíð fjallar hann um Taugaveiklaða köttinn eftir Susan Gordanshekan, Don‘t Worry, He Won‘t Get Far on Foot eftir Gus Van Sant, Matangi / Maya / M.I.A. eftir Stephen Loveridge og Generation Wealth eftir Lauren Greenfeld.

Berlinale I: Englarnir hans Nick Cave

Hér birtist fyrri pistill Ásgeirs H. Ingólfssonar um Berlínarhátíðina síðustu, þar sem hann fjallar um Himininn yfir Berlín eftir Wim Wenders, River's Edge eftir Isao Yukisada og Isle of Dogs eftir Wes Anderson.

Tómas Lemarquis fer með eitt aðalhlutverkanna í „Touch Me Not“ sem hlaut Gullbjörninn á Berlinale 

Tómas Lemarquis fer með aðalhlutverkið í rúmensku kvikmyndinni Touch Me Not, sem vakið hefur mikla athygli á Berlínarhátíðinni og hlaut í gærkvöldi Gullbjörninn sem besta myndin. Hulda Rós Guðnadóttir kvikmyndagerðarkona ræddi við hann fyrir Fréttablaðið og birtist viðtalið á laugardag, rétt áður en úrslit lágu fyrir.

LevelK höndlar alþjóðlega sölu á „Víti í Vestmannaeyjum“

Danska sölufyrirtækið LevelK mun höndla alþjóðlega sölu á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson. Myndin, sem er frumsýnd hér á landi í mars, verður kynnt kaupendum á Evrópska kvikmyndamarkaðinum sem fram fer á Berlinale hátíðinni í febrúar.

„Adam“ eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur á Berlinale

Önnur bíómynd Maríu Sólrúnar Sigurðardóttur, Adam, verður frumsýnd á Berl­inale hátíðinni sem fram fer 15.-25. fe­brú­ar. María Sólrún, sem búsett er í Berlín, hefur verið handritaráðgjafi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands síðan 2006 en einnig starfað sem handritshöfundur í Þýskalandi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR