„Adam“ eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur á Berlinale

María Sólrún Sigurðardóttir (Mynd úr einkasafni).

Önnur bíómynd Maríu Sólrúnar Sigurðardóttur, Adam, verður frumsýnd á Berl­inale hátíðinni sem fram fer 15.-25. fe­brú­ar. María Sólrún, sem búsett er í Berlín, hefur verið handritaráðgjafi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands síðan 2006 en einnig starfað sem handritshöfundur í Þýskalandi.

Fyrsta bíómynd hennar, Jargo, var einnig sýnd á Berlinale 2004.

Morgunblaðið ræðir við hana vegna frumsýningarinnar:

„Mynd­in okk­ar er sýnd und­ir flokki sem kall­ast „Generati­ons“ þar sem um­fjöll­un­ar­efnið eða þemað er ungt fólk. Í mynd­inni okk­ar er aðal­per­són­an tví­tug­ur heyrn­ar­laus strák­ur, Adam, en hann þarf að tak­ast á við það vanda­mál að mamma hans er kom­in með elli­glöp vegna þess að hún hef­ur starfað sem tekn­ó­tón­list­ar­kona og er búin að drekka of mikið og dópa um æv­ina, og af­leiðing­arn­ar eru þessi glöp. Þegar hún átt­ar sig á hver ör­lög henn­ar gætu orðið vegna þessa, þá biður hún son sinn um að drepa sig, frek­ar en láta loka sig inni á stofn­un. Adam þarf að ákveða hvort hann eigi að standa við þetta lof­orð, get­ur hann það og vill hann það?“ seg­ir María Sól­rún og bæt­ir við að hún sæki í eig­in reynslu að hluta til, því móðir henn­ar fékk elli­glöp fyr­ir ald­ur fram.

Sjá nánar hér: Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR