HeimEfnisorðMaría Sólrún Sigurðardóttir

María Sólrún Sigurðardóttir

Stjórna erlendar streymisveitur bráðum innlendri kvikmyndaframleiðslu?

María Sólrún Sigurðardóttir leikstjóri, handritshöfundur og fyrrum ráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands birtir grein þar sem hún veltir vöngum yfir því hvort stefnubreytingar sé að vænta í áherslum Kvikmyndamiðstöðvar.

Fréttablaðið um „Adam“: Lítil, hugljúf og látlaus

Þórarinn Þórarinsson skrifar í Fréttablaðið um Adam eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur og segir hana litla, hugljúfa og látlausa mynd sem risti djúpt á mjúklegan og hlýjan  hátt.

Lestin á Rás 1 um „Adam“: Einlæg, íhugul og heillandi mynd

"Einlæg og íhugul mynd sem nær að draga fram hugarástand aðalpersónunnar á lifandi og listrænan hátt", segir Gunnar Theodór Eggertsson um Adam eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur í Lestinni á Rás 1.

María Sólrún Sigurðardóttir í viðtali: Það er aldrei of seint að snúa aftur

María Sólrún Sigurðardóttir leikstjóri sækir í eigin reynslu í mynd sinni Adam, sem sýnd verður á Alþjóðlegri barnamyndahátíð í Bíó Paradís um helgina. Friðrika Benónýsdóttir ræddi við hana fyrir Mannlíf.

„Benji the Dove“ og „Adam“ frumsýndar á Barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís í fimmta sinn 5.-15. apríl næstkomandi. Kvikmyndin Benji the Dove, sem er bandarísk endurgerð Benjamín dúfu (1995) verður frumsýnd á hátíðinni, en Erlingur Jack Guðmundsson er einn framleiðenda hennar. Einnig verður kvikmyndin Adam eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur sýnd á hátíðinni en hún var nýlega frumsýnd á Berlínarhátíðinni.

„Adam“ eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur á Berlinale

Önnur bíómynd Maríu Sólrúnar Sigurðardóttur, Adam, verður frumsýnd á Berl­inale hátíðinni sem fram fer 15.-25. fe­brú­ar. María Sólrún, sem búsett er í Berlín, hefur verið handritaráðgjafi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands síðan 2006 en einnig starfað sem handritshöfundur í Þýskalandi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR