HeimEfnisorðAdam

Adam

Fréttablaðið um „Adam“: Lítil, hugljúf og látlaus

Þórarinn Þórarinsson skrifar í Fréttablaðið um Adam eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur og segir hana litla, hugljúfa og látlausa mynd sem risti djúpt á mjúklegan og hlýjan  hátt.

Lestin á Rás 1 um „Adam“: Einlæg, íhugul og heillandi mynd

"Einlæg og íhugul mynd sem nær að draga fram hugarástand aðalpersónunnar á lifandi og listrænan hátt", segir Gunnar Theodór Eggertsson um Adam eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur í Lestinni á Rás 1.

María Sólrún Sigurðardóttir í viðtali: Það er aldrei of seint að snúa aftur

María Sólrún Sigurðardóttir leikstjóri sækir í eigin reynslu í mynd sinni Adam, sem sýnd verður á Alþjóðlegri barnamyndahátíð í Bíó Paradís um helgina. Friðrika Benónýsdóttir ræddi við hana fyrir Mannlíf.

„Benji the Dove“ og „Adam“ frumsýndar á Barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís í fimmta sinn 5.-15. apríl næstkomandi. Kvikmyndin Benji the Dove, sem er bandarísk endurgerð Benjamín dúfu (1995) verður frumsýnd á hátíðinni, en Erlingur Jack Guðmundsson er einn framleiðenda hennar. Einnig verður kvikmyndin Adam eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur sýnd á hátíðinni en hún var nýlega frumsýnd á Berlínarhátíðinni.

„Adam“ eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur á Berlinale

Önnur bíómynd Maríu Sólrúnar Sigurðardóttur, Adam, verður frumsýnd á Berl­inale hátíðinni sem fram fer 15.-25. fe­brú­ar. María Sólrún, sem búsett er í Berlín, hefur verið handritaráðgjafi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands síðan 2006 en einnig starfað sem handritshöfundur í Þýskalandi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR