spot_img

Teymisfjármögnun (Crewfunding) kynnt í tengslum við tökur á „Tryggðarpanti“

Askja Films og Rebella Filmworks, framleiðendur kvikmyndarinnar Tryggðarpantur sem fer í tökur í haust, munu halda sérstaka kynningu á fyrirbærinu Teymisfjármögnun (Crewfunding) í samvinnu við breska fyrirtækið Big Couch.

Kynningin fer fram laugardaginn 15. júlí milli 16-18 í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Aðstandendur hvetja starfsfólk í kvikmyndaiðnaði og framleiðendur til að sækja fundinn, en hann er þó öllum opinn og verður boðið uppá kaffiveitingar.

Í stuttu máli gengur teymisfjármögnun útá að gefa öllu starfsliði viðkomandi kvikmyndar hlutdeild í hagnaði verkefnisins gegn lægri greiðslum upphaflega en almennt tíðkast. Hvernig þetta verður útfært verður kynnt á fundinum.

Big Couch er nýlegt nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í þessari tegund fjármögnunar. Fyritrækið var nýlega valið á lista EU-Startups. sem eitt áhugaverðasta nýsköpunarfyrritæki í kvikmyndaiðnaði, en starfsemi þess var meðal annars kynnt á síðustu Berlínar- og Cannes hátíðunum.

Ásthildur Kjartansdóttir mun leikstýra Tryggðarpanti, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Auðar Jónsdóttur. Eva Sigurðardóttir er framleiðandi myndarinnar.

Að neðan má skoða nokkra stúta búta frá Big Couch á fyrirbrigðinu Teymisfjármögnun.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR