Heim Bransinn Teymisfjármögnun (Crewfunding) kynnt í tengslum við tökur á "Tryggðarpanti"

Teymisfjármögnun (Crewfunding) kynnt í tengslum við tökur á „Tryggðarpanti“

-

Askja Films og Rebella Filmworks, framleiðendur kvikmyndarinnar Tryggðarpantur sem fer í tökur í haust, munu halda sérstaka kynningu á fyrirbærinu Teymisfjármögnun (Crewfunding) í samvinnu við breska fyrirtækið Big Couch.

Kynningin fer fram laugardaginn 15. júlí milli 16-18 í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Aðstandendur hvetja starfsfólk í kvikmyndaiðnaði og framleiðendur til að sækja fundinn, en hann er þó öllum opinn og verður boðið uppá kaffiveitingar.

Í stuttu máli gengur teymisfjármögnun útá að gefa öllu starfsliði viðkomandi kvikmyndar hlutdeild í hagnaði verkefnisins gegn lægri greiðslum upphaflega en almennt tíðkast. Hvernig þetta verður útfært verður kynnt á fundinum.

Big Couch er nýlegt nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í þessari tegund fjármögnunar. Fyritrækið var nýlega valið á lista EU-Startups. sem eitt áhugaverðasta nýsköpunarfyrritæki í kvikmyndaiðnaði, en starfsemi þess var meðal annars kynnt á síðustu Berlínar- og Cannes hátíðunum.

Ásthildur Kjartansdóttir mun leikstýra Tryggðarpanti, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Auðar Jónsdóttur. Eva Sigurðardóttir er framleiðandi myndarinnar.

Að neðan má skoða nokkra stúta búta frá Big Couch á fyrirbrigðinu Teymisfjármögnun.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.