[Stikla] Þáttaröðin „Venjulegt fólk“ kemur í Sjónvarp Símans 2. nóvember

Þáttaröðin Venjulegt fólk kemur í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium föstudaginn 2. nóvember.

Þetta er gamanþáttaröð um dramað sem fylgir lífsgæðakapphlaupi tveggja vinkvenna. Að upplifa frægð og frama er ekki bara dans á rósum heldur hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þær, fjölskyldu og vini, segir í kynningu.

Með aðalhlutverk fara Vala Kristín Eiríksdóttir, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst Backmann. Vala og Júlíana skrifa þættina ásamt Dóra DNA og Fannari Sveinssyni úr Hraðfréttum en hann leikstýrir janframt þáttunum. Glassriver framleiðir.

Hér að neðan má sjá klippu úr þættinum þar sem Guðrún Daníelsdóttir (Garún), sem hefur lengi starfað bakvið tjöldin í kvikmyndabransanum – til dæmis sem aðstoðarleikstjóri, fer á kostum sem harðskeyttur leikstjóri.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR