„Kona fer í stríð“ fær kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Benedikt Erlingsson tekur við Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir mynd sína Kona fer í stríð, ásamt meðhandritshöfundinum Ólafi Agli Egilssyni og framleiðendunum Marianne Slot og Carine Leblanc.

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hlaut rétt í þessu Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Verðlaunin voru veitt í Osló. Þetta er í þriðja sinn sem íslensk kvikmynd vinnur til þessara verðlauna og í annað skiptið sem kvikmynd eftir Benedikt fær þau.

Hross í oss eftir Benedikt hlaut verðlaunin 2014 og Fúsi eftir Dag Kára fékk þau 2015.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR