Heim Áhorfstölur Greining | Áhorf á íslenskt efni í sjónvarpi 2019

Greining | Áhorf á íslenskt efni í sjónvarpi 2019

-

Hér er listi yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir, stuttmyndir og leikið sjónvarpsefni í sjónvarpi árið 2019.

Um aðferðafræðina

Tölurnar eru byggðar á áhorfsmælingum Gallup sem framkvæmdar eru daglega árið um kring. Birtar eru áhorfstölur í prósentum og fjölda áhorfenda. Á bakvið hvert prósent eru 2.420 manns á aldrinum 12-80 ára. Tölurnar innihalda allt áhorf, þar með talið svokallað hliðrað áhorf (Sarpur, tímaflakk, VOD ofl.) en einungis innan viku frá frumsýningu – áhorf eftir það er ekki talið.

Um öll verk gildir að ef verk er endursýnt á árinu er áhorf á fyrstu og aðra sýningu (og fleiri eftir atvikum) lagt saman.

Þegar verk birtist í tveimur þáttum eða fleiri er birt meðaláhorf. Það er reiknað þannig að áhorfstölur hvers þáttar fyrir sig eru lagðar saman og deilt í með fjölda þátta.

Hafa ber í huga að útleggingar mælinga eru mismunandi eftir eðli verka.

ATHUGIÐ: Í fyrsta sinn er er heildaráhorf og meðaláhorf á einstaka efnisliði tekið saman eftir því sem við á.

Bíómyndir eru (oftast) sýndar í heilu lagi og því er um heildaráhorf að ræða. Þó eru þær í sumum tilfellum sýndar oftar en einu sinni á árinu og þar er því áhorf á báða sýningartíma lagt saman.

Heimildamyndir eru stundum stakar en stundum í þáttaröðum. Gerð er grein fyrir þessu með hvert verk og því ýmist um heildaráhorf eða meðaláhorf á þátt að ræða eftir atvikum.

Leikið sjónvarpsefni er yfirleitt sýnt í nokkrum þáttum og að auki gjarnan endursýnt og því er þar sagt frá meðaláhorfi á þátt.

Stuttmyndir eru sýndar í heilu lagi og því um heildaráhorf að ræða.

Endursýningum á eldri verkum er sleppt.

Einnig er rétt að benda á að sumar tölur eru námundaðar, á það sérstaklega við um verk sem sýnd eru í bútum (með auglýsingahléum) en nokkuð flókið er að finna út hárnákvæmt áhorf á slíkar sýningar. Tölurnar eru þó nærri lagi.

Verði lesendur varir við villur er hægt að koma ábendingum á framfæri hér.

Ófærð 2 (átta þættir af tíu, hinir voru sýndir í des 2018) fékk mest áhorf leikinna þáttaraða 2019.

Áhorf á leikið sjónvarpsefni 2019

HEITISTÖÐFJÖLDI ÞÁTTAFJÖLDI SÝNINGAÁHORF%ÁHORFENDUR
Ófærð**RÚV8255,4134,068
Brot***RÚV1239,294,864
Pabbahelgar*RÚV6231,776,714
Venjulegt fólkSjónvarp Símans6Ekki vitaðEkki vitaðEkki vitað
MEÐALÁHORF103,062
* Meðaláhorf á þátt, samanlagt áhorf (með endursýningum) | ** Meðaláhorf á þátt, átta síðustu þættirnir (tveir sýndir 2018) | ***Aðeins einn þáttur sýndur 2019

Sumarbörn fékk mest áhorf bíómynda í sjónvarpi 2019.

Áhorf á íslenskar bíómyndir 2019

HEITISTÖÐFJÖLDI ÞÁTTAFJÖLDI SÝNINGAÁHORF %ÁHORFENDUR
SumarbörnRÚV1124,960,258
Kona fer í stríðRÚV1124,759,774
Andið eðlilegaRÚV1116,138,962
Lof mér að fallaRÚV1111,327,346
ÞorstiStöð 2110,51,210
HEILDARÁHORF187,550
MEÐALÁHORF37,510

Ófærð – á bak við tjöldin fékk mest áhorf heimildamynda í sjónvarpi 2019.

Áhorf á íslenskar heimildamyndir 2019

HEITISTÖÐFJÖLDI ÞÁTTAFJÖLDI SÝNINGAÁHORF %ÁHORFENDUR
Ófærð - Á bak við tjöldinRÚV113277,440
Á æðruleysinu**RÚV1228,969,938
Fólkið í dalnum**RÚV1222,554,450
Hvað höfum við gert?***RÚV10218,745,254
Aldrei of seint**RÚV1318,444,528
UseLess**RÚV1218,444,528
Svona fólk***RÚV5217,843,076
Fyrir alla muni***RÚV6217,442,108
Hans Jónatan - maðurinn sem stal sjálfum sér**RÚV1317,141,382
Saga Mezzoforte**RÚV2314,234,364
Njósnir, lygar og fjölskylduböndRÚV1113,833,396
Hærra, hraðar, lengraRÚV1112,530,250
Blindrahundur**RÚV1211,628,072
Borða, rækta, elska**RÚV1211,427,588
Af jörðu ertu kominnRÚV111024,200
GarnRÚV116,615,972
Skjól og skartRÚV1 15,312,826
HEILDARÁHORF656,546
MEÐALÁHORF41,000
**Samanlagt áhorf. | *** Meðaláhorf á þátt, samanlagt áhorf (með endursýningum)

Ungar fékk mest áhorf stuttmynda í sjonvarpi 2019.

Áhorf á íslenskar stuttmyndir 2019

HEITISTÖÐFJÖLDI ÞÁTTAFJÖLDI SÝNINGAÁHORF %ÁHORFENDUR
UngarRÚV1115,737,994
FótsporRÚV1110,525,410
TvíliðaleikurRÚV119,723,474
Málarinn (En maler)RÚV117,818,876
HEILDARÁHORF105,754
MEÐALÁHORF26,438

 

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.