spot_img

Greining | Áhorf á íslenskt efni í sjónvarpi 2019

Hér er listi yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir, stuttmyndir og leikið sjónvarpsefni í sjónvarpi árið 2019.

Um aðferðafræðina

Tölurnar eru byggðar á áhorfsmælingum Gallup sem framkvæmdar eru daglega árið um kring. Birtar eru áhorfstölur í prósentum og fjölda áhorfenda. Á bakvið hvert prósent eru 2.420 manns á aldrinum 12-80 ára. Tölurnar innihalda allt áhorf, þar með talið svokallað hliðrað áhorf (Sarpur, tímaflakk, VOD ofl.) en einungis innan viku frá frumsýningu – áhorf eftir það er ekki talið.

Um öll verk gildir að ef verk er endursýnt á árinu er áhorf á fyrstu og aðra sýningu (og fleiri eftir atvikum) lagt saman.

Þegar verk birtist í tveimur þáttum eða fleiri er birt meðaláhorf. Það er reiknað þannig að áhorfstölur hvers þáttar fyrir sig eru lagðar saman og deilt í með fjölda þátta.

Hafa ber í huga að útleggingar mælinga eru mismunandi eftir eðli verka.

ATHUGIÐ: Í fyrsta sinn er er heildaráhorf og meðaláhorf á einstaka efnisliði tekið saman eftir því sem við á.

Bíómyndir eru (oftast) sýndar í heilu lagi og því er um heildaráhorf að ræða. Þó eru þær í sumum tilfellum sýndar oftar en einu sinni á árinu og þar er því áhorf á báða sýningartíma lagt saman.

Heimildamyndir eru stundum stakar en stundum í þáttaröðum. Gerð er grein fyrir þessu með hvert verk og því ýmist um heildaráhorf eða meðaláhorf á þátt að ræða eftir atvikum.

Leikið sjónvarpsefni er yfirleitt sýnt í nokkrum þáttum og að auki gjarnan endursýnt og því er þar sagt frá meðaláhorfi á þátt.

Stuttmyndir eru sýndar í heilu lagi og því um heildaráhorf að ræða.

Endursýningum á eldri verkum er sleppt.

Einnig er rétt að benda á að sumar tölur eru námundaðar, á það sérstaklega við um verk sem sýnd eru í bútum (með auglýsingahléum) en nokkuð flókið er að finna út hárnákvæmt áhorf á slíkar sýningar. Tölurnar eru þó nærri lagi.

Verði lesendur varir við villur er hægt að koma ábendingum á framfæri hér.

Ófærð 2 (átta þættir af tíu, hinir voru sýndir í des 2018) fékk mest áhorf leikinna þáttaraða 2019.

Áhorf á leikið sjónvarpsefni 2019

HEITISTÖÐFJÖLDI ÞÁTTAFJÖLDI SÝNINGAÁHORF%ÁHORFENDUR
Ófærð**RÚV8255,4134,068
Brot***RÚV1239,294,864
Pabbahelgar*RÚV6231,776,714
Venjulegt fólkSjónvarp Símans6Ekki vitaðEkki vitaðEkki vitað
MEÐALÁHORF103,062
* Meðaláhorf á þátt, samanlagt áhorf (með endursýningum) | ** Meðaláhorf á þátt, átta síðustu þættirnir (tveir sýndir 2018) | ***Aðeins einn þáttur sýndur 2019
Sumarbörn fékk mest áhorf bíómynda í sjónvarpi 2019.

Áhorf á íslenskar bíómyndir 2019

HEITISTÖÐFJÖLDI ÞÁTTAFJÖLDI SÝNINGAÁHORF %ÁHORFENDUR
SumarbörnRÚV1124,960,258
Kona fer í stríðRÚV1124,759,774
Andið eðlilegaRÚV1116,138,962
Lof mér að fallaRÚV1111,327,346
ÞorstiStöð 2110,51,210
HEILDARÁHORF187,550
MEÐALÁHORF37,510
Ófærð – á bak við tjöldin fékk mest áhorf heimildamynda í sjónvarpi 2019.

Áhorf á íslenskar heimildamyndir 2019

HEITISTÖÐFJÖLDI ÞÁTTAFJÖLDI SÝNINGAÁHORF %ÁHORFENDUR
Ófærð - Á bak við tjöldinRÚV113277,440
Á æðruleysinu**RÚV1228,969,938
Fólkið í dalnum**RÚV1222,554,450
Hvað höfum við gert?***RÚV10218,745,254
Aldrei of seint**RÚV1318,444,528
UseLess**RÚV1218,444,528
Svona fólk***RÚV5217,843,076
Fyrir alla muni***RÚV6217,442,108
Hans Jónatan - maðurinn sem stal sjálfum sér**RÚV1317,141,382
Saga Mezzoforte**RÚV2314,234,364
Njósnir, lygar og fjölskylduböndRÚV1113,833,396
Hærra, hraðar, lengraRÚV1112,530,250
Blindrahundur**RÚV1211,628,072
Borða, rækta, elska**RÚV1211,427,588
Af jörðu ertu kominnRÚV111024,200
GarnRÚV116,615,972
Skjól og skartRÚV1 15,312,826
HEILDARÁHORF656,546
MEÐALÁHORF41,000
**Samanlagt áhorf. | *** Meðaláhorf á þátt, samanlagt áhorf (með endursýningum)
Ungar fékk mest áhorf stuttmynda í sjonvarpi 2019.

Áhorf á íslenskar stuttmyndir 2019

HEITISTÖÐFJÖLDI ÞÁTTAFJÖLDI SÝNINGAÁHORF %ÁHORFENDUR
UngarRÚV1115,737,994
FótsporRÚV1110,525,410
TvíliðaleikurRÚV119,723,474
Málarinn (En maler)RÚV117,818,876
HEILDARÁHORF105,754
MEÐALÁHORF26,438

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR