HeimEfnisorðáhorf

áhorf

50% áhorf á lokaþátt „Fanga“

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá RÚV var meðaláhorf á lokaþátt Fanga um 50%. RÚV gerir ráð fyrir að heildaráhorf verði í kringum 60% þegar hliðrað áhorf (Frelsi og Sarpur) liggur fyrir. Þættirnir eru aðgengilegir á Sarpinum til og með 7. mars næstkomandi.

Fínt áhorf á „Fanga“

Samkvæmt áhorfsmælingum Gallup var meðaláhorf á fyrsta þátt Fanga, sem sýndur var þann 1. janúar, 48,7%. Hærra meðaláhorf var á annan þátt en hliðrað áhorf liggur ekki fyrir.

Leiðrétting vegna samanburðar á áhorfi „Ófærðar“ og „Hraunsins“

Í frétt Klapptrés sem birtist þann 28. desember s.l. var fjallað um áhorf á fyrsta þátt Ófærðar. Í fréttinni var þess getið að fyrsti þáttur Ófærðar hefði fengið svipað áhorf og þættirnir Hraunið nutu á sömu sjónvarpsstöð. Þetta er rangt, komið hefur í ljós að sambærilegir hlutir voru ekki bornir saman. Lesendur og hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar á mistökunum og leiðréttast þau hér með.

„Ófærð“ vinsælasta leikna þáttaröðin síðan rafrænar mælingar hófust

Þáttaröðin Ófærð, sem í gær hlaut þrenn Edduverðlaun, meðal annars sem leikið sjónvarpsefni ársins, er með mesta áhorf leikins sjónvarpsefnis síðan rafrænar mælingar hófust. Klapptré birtir sundurliðaðar áhorfstölur þáttanna.

Gott áhorf á „Ófærð“ í Frakklandi

Fyrstu fjórir þættirnir af Ófærð voru sýndir á France 2, frönsku ríkisstöðinni, í gærkvöldi. Þættirnir fengu meira áhorf en búist var við, en alls horfðu um fimm milljónir manna á þá.

Mikið áhorf á „Ófærð“

Áhorf á Ófærð hefur verið í kringum 60% að meðaltali sem gerir þáttaröðina að einu vinsælasta sjónvarpsefninu síðan rafrænar mælingar hófust. Nú eru þrír þættir eftir.

Greining | Áhorf á íslenskt efni í sjónvarpi 2014

Klapptré birtir nú fyrstur miðla tæmandi lista yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir , leikið sjónvarpsefni og stuttmyndir í sjónvarpi. Listinn nær yfir allt þetta efni sem birtist á íslensku sjónvarpsstöðvunum 2014.

Sjónvarpsáhorf hefur ekki minnkað, aðeins breyst

Valgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknastjóri hjá RÚV, hefur gert athugasemd við fréttaskýringu Kjarnans um minnkað sjónvarpsáhorf sem Klapptré sagði frá. Valgeir bendir á að sjónvarpsáhorf hafi alls ekki minnkað jafn mikið og fram kom í fréttaskýringu Kjarnans. Hann byggir þar á gögnum Capacent sem heldur utan um mælingar á fjölmiðlaneyslu hér á landi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR