Fínt áhorf á „Fanga“

Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fer með aðalhlutverkið í Föngum.

Samkvæmt áhorfsmælingum Gallup var meðaláhorf á fyrsta þátt Fanga, sem sýndur var þann 1. janúar, 48,7%. Hærra meðaláhorf var á annan þátt en hliðrað áhorf liggur ekki fyrir.

Fyrsti þátturinn var með 40,5% meðaláhorf og 8,2% hliðrað áhorf, alls 48,7%. Alls eru þetta um 127 þúsund manns. 84,1% þeirra sem horfðu á sjónvarp þá stundina horfðu á Fanga.

Annar þátturinn var með hærra meðaláhorf en sá fyrsti, eða 44,1%, sem gera tæplega 107 þúsund manns.  Tölur um hliðrað áhorf á annan þátt liggja ekki fyrir enn, en verða birtar síðar.

Tölur Gallup má skoða hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR