Áætlað að um 128 þúsund hafi séð „Ófærð“ í gærkvöldi

Bjarne Henriksen og Ólafur Darri Ólafsson í Ófærð.
Bjarne Henriksen og Ólafur Darri Ólafsson í Ófærð.

Um 128 þúsund manns horfðu á fyrsta þátt Ófærðar í gærkvöldi samkvæmt bráðabirgðatölum frá Gallup. Meðaláhorf reyndist 49 prósent en uppsafnað áhorf 53 prósent. Þetta er svipað áhorf og þættirnir Hraunið nutu á sömu sjónvarpsstöð fyrir rúmu ári.

LEIÐRÉTTING 29.2.2016: Í upphaflegri frétt var þess getið að fyrsti þáttur Ófærðar hefði fengið svipað áhorf og þættirnir Hraunið nutu á sömu sjónvarpsstöð. Þetta er rangt, sambærilegir hlutir voru ekki bornir saman. Ritstjóri Klapptrés stóð í þeim skilningi að í áhorfstölum Hraunsins væri aðeins að finna tölur um línulegt áhorf en komið hefur í ljós að tölurnar innihalda einnig hliðrað áhorf. Ofangreindar áhorfstölur á Ófærð eru hinsvegar bráðabirgðatölur eins og fram kemur og innihalda eðlilega ekki hliðrað áhorf. Þær upplýsingar má finna hér. Lesendur og hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar á mistökunum og leiðréttast þau hér með.

Sjá nánar hér: 128 þúsund horfðu á Ófærð í gærkvöld | RÚV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR