“Ófærð” vinsælasta leikna þáttaröðin síðan rafrænar mælingar hófust

Teymið á bakvið Ófærð tekur á móti Edduverðlaunum. Frá vinstri:
Teymið á bakvið Ófærð tekur á móti Edduverðlaunum. Frá vinstri: Börkur Sigþórsson leikstjóri, Baldvin Z leikstjóri, Óskar Þór Axelsson leikstjóri, Sigurjón Kjartansson handritshöfundur, Sindri Páll Kjartansson framleiðslustjóri, Magnús Viðar Sigurðsson framleiðandi, Baltasar Kormákur leikstjóri og framleiðandi og Bergsteinn Björgúlfsson tökumaður.

Þáttaröðin Ófærð, sem í gær hlaut þrenn Edduverðlaun, meðal annars sem leikið sjónvarpsefni ársins, er með mesta áhorf leikins sjónvarpsefnis síðan rafrænar mælingar hófust. Klapptré birtir sundurliðaðar áhorfstölur þáttanna.

Inní tölunum er allt línulegt og hliðrað áhorf auk endursýninga nema þar sem það er sérstaklega tekið fram. Valgeir Vilhjálmsson markaðsrannsóknastjóri RÚV staðfestir að þetta sé mesta áhorf leikins sjónvarpsefnis síðan rafrænar mælingar hófust.

Áhorf á Ófærð

ÓfærðFrumsýningEndursýningEndursýning 2Alls
Þáttur 159,45,965,3
Þáttur 260,34,064,3
Þáttur 360,90,24,365,4
Þáttur 458,10,43,662,1
Þáttur 558,40,44,062,8
Þáttur 658,40,42,861,6
Þáttur 753,319,82,575,6
Þáttur 864,90,54,369,7
Þáttur 9*58,758,7
Þáttur 10*60,860,8
Meðaltal59,34,03,664,6
*"Playback áhorf" (Sarpur, tímaflakk, VOD) og endursýningar vantar á þáttum 9 og 10.
Varðandi áhorfið á endursýningu sjöunda þáttar sem sker sig mjög úr, var þar á ferðinni þáttur þar sem röng útgáfa fór fyrst í loftið, en sú rétta var sýnd í endursýningu.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR