Sjónvarpsáhorf hefur ekki minnkað, aðeins breyst

sjónvarpsglápValgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknastjóri hjá RÚV, hefur gert athugasemd við fréttaskýringu Kjarnans um minnkað sjónvarpsáhorf sem Klapptré sagði frá. Valgeir bendir á að sjónvarpsáhorf hafi alls ekki minnkað jafn mikið og fram kom í fréttaskýringu Kjarnans. Hann byggir þar á gögnum Capacent sem heldur utan um mælingar á fjölmiðlaneyslu hér á landi.

Kjarninn, sem byggði frétt sína einnig á gögnum Capacent, hélt því fram að þar sæist að áhorf á RÚV hefði minnkað um 29% á sex árum í aldursmenginu 12-80 ára.

Valgeir segir tölur Capacent sýna að áhorfið hafi aðeins minnkað um ca. 15% á þessum sex árum, sbr. grafið hér að neðan. Valgeir bendir einnig á að áhorf á sjónvarp sé að breytast mikið með nýrri tækni:

„Hliðrað áhorf er að aukast. Ætla má að um 10-15% af áhorfi á RÚV sé nú svokallað hliðrað áhorf (Tímaflakk, Sarpur, Vod) og nær 20% á Stöð 2 og Skjá einum. Þær tölur eru ekki inni í tölum á vef Capacent.“

Samkvæmt því hefur áhorf í raun ekki minnkað neitt að ráði, aðeins breyst að því leyti að fleira neyta sjónvarpsefnis utan hinnar hefðbundnu tímasettu dagskrár.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR