Greining | Áhorf á íslenskt efni í sjónvarpi 2020

Hér er listi yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir, stuttmyndir og leikið sjónvarpsefni í sjónvarpi árið 2020.

Um aðferðafræðina

Tölurnar eru byggðar á áhorfsmælingum Gallup sem framkvæmdar eru daglega árið um kring. Birtar eru áhorfstölur í prósentum og fjölda áhorfenda. Á bakvið hvert prósent eru 2.420 manns á aldrinum 12-80 ára. Tölurnar innihalda allt áhorf, þar með talið svokallað hliðrað áhorf (Sarpur, tímaflakk, VOD ofl.) en einungis innan viku frá frumsýningu – áhorf eftir það er ekki talið.

Um öll verk gildir að ef verk er endursýnt á árinu er áhorf á fyrstu og aðra sýningu (og fleiri eftir atvikum) lagt saman.

Þegar verk birtist í tveimur þáttum eða fleiri er birt meðaláhorf. Það er reiknað þannig að áhorfstölur hvers þáttar fyrir sig eru lagðar saman og deilt í með fjölda þátta.

Hafa ber í huga að útleggingar mælinga eru mismunandi eftir eðli verka.

Bíómyndir eru (oftast) sýndar í heilu lagi og því er um heildaráhorf að ræða. Þó eru þær í sumum tilfellum sýndar oftar en einu sinni á árinu og þar er því áhorf á báða sýningartíma lagt saman.

Heimildamyndir eru stundum stakar en stundum í þáttaröðum. Gerð er grein fyrir þessu með hvert verk og því ýmist um heildaráhorf eða meðaláhorf á þátt að ræða eftir atvikum.

Leikið sjónvarpsefni er yfirleitt sýnt í nokkrum þáttum og að auki gjarnan endursýnt og því er þar sagt frá meðaláhorfi á þátt.

Varðandi þáttaraðirnar sem sýndar eru í Sjónvarpi Símans liggja áhorfstölur ekki fyrir.

Stuttmyndir eru sýndar í heilu lagi og því um heildaráhorf að ræða.

Endursýningum á eldri verkum er sleppt.

Verði lesendur varir við villur er hægt að koma ábendingum á framfæri hér.

Brot naut mest áhorfs þáttaraða í sjónvarpi 2020.

Áhorf á leikið sjónvarpsefni 2020

HEITISTÖÐFJÖLDI ÞÁTTAFJÖLDI SÝNINGAÁHORF%ÁHORFENDUR
Brot**RÚV724199.220
Ráðherrann*RÚV8131,776.714
Ísalög (Tunn is)*RÚV812048.400
Eurogarðurinn*Stöð 2827,417.908
Venjulegt fólkSjónvarp Símans6Ekki vitaðEkki vitaðEkki vitað
Jarðarförin mínSjónvarp Símans6Ekki vitaðEkki vitaðEkki vitað
* Meðaláhorf á þátt, samanlagt áhorf (með endursýningum) | ** Meðaláhorf á þátt, sjö síðustu þættirnir (einn sýndur 2019).
Amma Hófí fékk mest áhorf bíómynda í sjónvarpi 2020.

Áhorf á bíómyndir 2020

HEITISTÖÐFJÖLDI ÞÁTTAFJÖLDI SÝNINGAÁHORF%ÁHORFENDUR
Amma HófíRÚV2131,576.230
Agnes JoyRÚV1120,950.578
HéraðiðRÚV1118,444.528
Ég man þigRÚV2117,843.076
SvanurinnRÚV1112,931.218
Síðasta veiðiferðinStöð 2117,518.150
Siglufjörður – saga bæjar hlaut mest áhorf heimildamynda og -þáttaraða 2020.

Áhorf á íslenskar heimildamyndir 2020

HEITISTÖÐFJÖLDI ÞÁTTAFJÖLDI SÝNINGAÁHORF%ÁHORFENDUR
Siglufjörður - saga bæjar***RÚV5226,263.404
Að sjá hið ósýnilega**RÚV1225,661.952
Háski - fjöllin rumska***RÚV4225,661.952
Ísaksskóli í 90 ár**RÚV1218,544.770
Hinn íslenzki þursaflokkur***RÚV2217,542.350
Í góðri trú - saga íslenskra mormóna í Utah***RÚV3217,141.382
Börn hafsins**RÚV1216,239.204
Strandir**RÚV1215,537.510
Rjómi**RÚV1214,936.058
Þegiðu og syntuRÚV 1214,936.058
ÓmarRÚV1114,434.848
Þriðji póllinnRÚV1113,833.396
Fyrstu 100 árin eru verst**RÚV1213,532.670
Frá Heimaey á heimsendaRÚV119,823.716
Bráðum verður byltingRÚV119,723.474
Þvert á tímann**RÚV128,821.296
Goðsögnin FC KaraokeRÚV118,320.086
Litla Moskva**RÚV127,618.392
**Samanlagt áhorf. | *** Meðaláhorf á þátt, samanlagt áhorf (með endursýningum)
Munda fékk mest áhorf stuttmynda í sjónvarpi 2020.

Áhorf á stuttmyndir 2020

HEITISTÖÐFJÖLDI ÞÁTTAFJÖLDI SÝNINGAÁHORF%ÁHORFENDUR
MundaRÚV1214,334.606
FótsporRÚV11921.780
ÁrtúnRÚV117,117.182

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR