[Stikla] Þáttaröðin HEIMA ER BEST kemur í Sjónvarp Símans í nóvember

Þáttaröðin Heima er best í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur kemur í Sjónvarp Símans í haust. Hér má sjá stiklu verksins.

Morgunblaðið fjallaði um þáttaröðina á dögunum:

Tinna Hrafns­dótt­ir, leik­kona og leik­stjóri, leik­stýr­ir Heima er best sem er glæ­ný ís­lensk þáttaröð sem sýnd verður í Sjón­varpi Sím­ans í haust. Hanna María Karls­dótt­ir, Pálmi Gests­son, Vign­ir Rafn Valþórs­son og Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir fara með aðal­hlut­verk­in. 

Þáttaröðin fjall­ar um þrjú ólík systkini sem upp­lifa mikla um­bóta­tíma þegar höfuð ætt­ar­inn­ar fell­ur frá. Rót­grónu fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki og sum­ar­húsi, sem reist var frá grunni, þarf að skipta upp og finna far­veg út frá nýj­um viðmiðum og gild­um. Það sem átti að sam­eina sundr­ar. Vanda­mál­in verða óyf­ir­stíg­an­leg þegar systkin­in fara að deila sín á milli um arf og öllu því tengdu. 

Tinna Hrafns­dótt­ir skrif­ar hand­ritið ásamt Ottó Geir Borg og Tyrf­ingi Tyrf­ings­syni. 

„Hug­mynd­in að serí­unni kviknaði fyr­ir um sex árum síðan þegar ég heyrði setn­ing­una „þú þekk­ir ekki mann­eskju fyrr en þú hef­ur skipt með henni arfi“sem ég veit að marg­ir tengja við. Sög­ur sem spegla það sem við þekkj­um og varpa ljósi á aðstæður sem geta af­hjúpað hver við raun­veru­lega erum og af hverju, hafa alltaf heillað mig svo úr varð þessi fjöl­skyldu­saga sem má segja að spretti beint upp úr ís­lensk­um veru­leika,“ seg­ir Tinna Hrafns­dótt­ir.

„Það er alltaf mik­il eft­ir­vænt­ing þegar við fáum nýj­ar leikn­ar ís­lensk­ar þátt­araðir inn á borð til okk­ar. Heima er best er bæði vönduð og spenn­andi þáttaröð sem við bind­um mikl­ar von­ir við en viðskipta­vin­ir okk­ar eru alltaf þakk­lát­ir fyr­ir ís­lenska kvik­mynda- þátta­gerð. Þetta er fjöl­skyldu­saga um meðvirkni, leynd­ar­mál, græðgi og ást sem marg­ir Íslend­ing­ar tengja við,“ seg­ir Birk­ir Ágústs­son dag­skrár­stjóri inn­lendr­ar dag­skrár Sím­ans en þætt­irn­ir verða sýnd­ir í nóv­em­ber. 

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR