Tökur eru að hefjast á þáttaröðinni Heima er best. Þetta er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári í Sjónvarpi Símans.
Skjálfti Tinnu Hrafnsdóttur hefur verið seld til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands og Svíþjóðar. Sölufyrirtækið Alief mun jafnframt kynna myndina á markaðinum í Cannes á næstu dögum.
"Vel unnið og vandað raunsæisdrama um þöggun, áföll og úrvinnslu, og skartar gölluðum kvenpersónum sem er alltaf ánægjulegt," segir Nína Richter meðal annars í Fréttablaðinu um Skjálfta Tinnu Hrafnsdóttur.
Jóna Gréta Hilmarsdóttir skrifar í Morgunblaðið um Skjálfta Tinnu Hrafnsdóttur og segir hana byggða upp eins og rannsóknarlögreglumynd og rannsóknarefnið leyndarmálið sjálft sem býr innra með aðalpersónunni.
Tinna Hrafnsdóttir er í viðtali við vefmiðilinn Nordic Watchlist í tilefni af sýningum á Skjálfta á Gautaborgarhátíðinni. Myndin verður frumsýnd hér á landi 31. mars.
Í ellefta þætti Leikstjóraspjallsins ræðir Óskar Þór Axelsson við kollega sinn Tinnu Hrafnsdóttur, en bíómyndarfrumraun hennar, Skjálfti, er væntanleg í febrúar.
Bresk-franska sölufyrirtækið Alief mun selja Skjálfta, fyrstu bíómynd Tinnu Hrafnsdóttur, á heimsvísu. Myndin verður heimsfrumsýnd 20. nóvember á Tallinn Black Nights hátíðinni í Eistlandi, en hér á landi í janúar á næsta ári. Stikla myndarinnar er komin út.
Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur hefur verið valin í Industry Selects hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto. Industry Selects fer fram samhliða hátíðinni, dagana 9. - 18. september, þar sem valdar kvikmyndir eru aðgengilegar þeim fagaðilum sem sækja hátíðina.
Tökur standa nú yfir á fyrstu bíómynd Tinnu Hrafnsdóttur, Stóra skjálfta, sem byggð er á samnefndri bók Auðar Jónsdóttur. Rætt var við Tinnu um verkefnið og annað í þættinum Segðu mér á Rás 1.
Stuttmyndin Munda eftir Tinnu Hrafnsdóttur, var um helgina valin besta íslenska stuttmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave sem fór fram í 10. skipti dagana 27.-29. október.
Tinna Hrafnsdóttir sigraði pitch-keppni Shorts TV sem lauk í Cannes í dag. Aðstandendur stuttmynda víðsvegar að gátu mælt fram hugmynd sína og almenningur kaus síðan þá bestu á netinu.
Kvikmyndagerðarkonurnar Eva Sigurðardóttir og Tinna Hrafnsdóttir keppa nú í Cannes um styrk til gerðar stuttmynda sinna. Keppnin felst í því að kosið er um besta "pitchið" á netinu og nema verðlaunin 5.000 evrum eða rúmum sjö hundruð þúsund krónum.