Tökur standa nú yfir á fyrstu bíómynd Tinnu Hrafnsdóttur, Stóra skjálfta, sem byggð er á samnefndri bók Auðar Jónsdóttur. Rætt var við Tinnu um verkefnið og annað í þættinum Segðu mér á Rás 1.
Stuttmyndin Munda eftir Tinnu Hrafnsdóttur, var um helgina valin besta íslenska stuttmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave sem fór fram í 10. skipti dagana 27.-29. október.
Tinna Hrafnsdóttir sigraði pitch-keppni Shorts TV sem lauk í Cannes í dag. Aðstandendur stuttmynda víðsvegar að gátu mælt fram hugmynd sína og almenningur kaus síðan þá bestu á netinu.
Kvikmyndagerðarkonurnar Eva Sigurðardóttir og Tinna Hrafnsdóttir keppa nú í Cannes um styrk til gerðar stuttmynda sinna. Keppnin felst í því að kosið er um besta "pitchið" á netinu og nema verðlaunin 5.000 evrum eða rúmum sjö hundruð þúsund krónum.