spot_img

SKJÁLFTI sýnd á Toronto hátíðinni

Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur hefur verið valin í Industry Selects hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto. Industry Selects fer fram samhliða hátíðinni, dagana 9. – 18. september, þar sem valdar kvikmyndir eru aðgengilegar þeim fagaðilum sem sækja hátíðina.

Skjálfti er er fyrsta leikna kvikmynd Tinnu í fullri lengd, en hún leikstýrir og skrifar handritið að myndinni sem byggð er á skáldsögu Auðar Jónsdóttur. Minningar sem Sögu hafði tekist að bæla niður sem barn koma skyndilega upp á yfirborðið og neyða hana til að horfast í augu við sannleikann um sjálfa sig.

Myndin er framleidd af Hlín Jóhannesdóttur fyrir Ursus Parvus og með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðsson. Myndin verður frumsýnd í byrjun næsta árs.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR