HeimEfnisorðSkjálfti

Skjálfti

SKJÁLFTI seld til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands og Svíþjóðar

Skjálfti Tinnu Hrafnsdóttur hefur verið seld til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands og Svíþjóðar. Sölufyrirtækið Alief mun jafnframt kynna myndina á markaðinum í Cannes á næstu dögum.

Minnið og áföllin sem marka okkur, spjall um SKJÁLFTA

Ásgeir H.Ingólfsson heldur úti þættinum Menningarsmygl á YouTube rásinni Samstöðinni þar sem hann ræðir kvikmyndir og aðra menningu. Á dögunum ræddi hann við Sigurlín Bjarney Gísladóttur rithöfund og Brynhildi Björnsdóttur blaðamann um kvikmyndina Skjálfta eftir Tinnu Hrafnsdóttur.

Lestin um SKJÁLFTA: Kona á barmi flogakasts

"Þrátt fyrir annmarka er Skjálfti ágæt frumraun Tinnu Hrafnsdóttur í leikstjórnarstóli," segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í Lestinni á Rás 1.

Fréttablaðið um SKJÁLFTA: Mánudagsást og bældar minningar

"Vel unnið og vandað raunsæisdrama um þöggun, áföll og úrvinnslu, og skartar gölluðum kvenpersónum sem er alltaf ánægjulegt," segir Nína Richter meðal annars í Fréttablaðinu um Skjálfta Tinnu Hrafnsdóttur.

Morgunblaðið um SKJÁLFTA: Vel heppnuð frumraun

Jóna Gréta Hilmarsdóttir skrifar í Morgunblaðið um Skjálfta Tinnu Hrafnsdóttur og segir hana byggða upp eins og rannsóknarlögreglumynd og rannsóknarefnið leyndarmálið sjálft sem býr innra með aðalpersónunni.

Tinna Hrafnsdóttir: Vissi alltaf innst inni að ég vildi verða leikstjóri

Tinna Hrafnsdóttir er í viðtali við vefmiðilinn Nordic Watchlist í tilefni af sýningum á Skjálfta á Gautaborgarhátíðinni. Myndin verður frumsýnd hér á landi 31. mars.

SKJÁLFTI fær góðar viðtökur í Tallinn

Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur var frumsýnd á Tallinn Black Nights Film Festival í Eistlandi um helgina. Fyrstu umsagnir gagnrýnenda eru jákvæðar.

[Stikla] SKJÁLFTI Tinnu Hrafnsdóttur heimsfrumsýnd í Tallinn

Bresk-franska sölufyrirtækið Alief mun selja Skjálfta, fyrstu bíómynd Tinnu Hrafnsdóttur, á heimsvísu. Myndin verður heimsfrumsýnd 20. nóvember á Tallinn Black Nights hátíðinni í Eistlandi, en hér á landi í janúar á næsta ári. Stikla myndarinnar er komin út.

SKJÁLFTI sýnd á Toronto hátíðinni

Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur hefur verið valin í Industry Selects hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto. Industry Selects fer fram samhliða hátíðinni, dagana 9. - 18. september, þar sem valdar kvikmyndir eru aðgengilegar þeim fagaðilum sem sækja hátíðina.

Allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir teknar upp á árinu

Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.

Tinna Hrafnsdóttir og STÓRI SKJÁLFTI: „Þöggun er svo algeng í fjölskyldum“

Tökur standa nú yfir á fyrstu bíómynd Tinnu Hrafnsdóttur, Stóra skjálfta, sem byggð er á samnefndri bók Auðar Jónsdóttur. Rætt var við Tinnu um verkefnið og annað í þættinum Segðu mér á Rás 1.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR