ALLRA SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN heldur áfram að moka upp gestum

Yfir ellefu hundruð gestir sáu Skjálfta í vikunni, Uglur í 14. sæti.

Allra síðustu veiðiferðina sáu 2,888 gestir í vikunni. Heildaraðsókn nemur nú 18,205 gestum. Myndin er í 3. sæti eftir fjórðu sýningarhelgi.

Skjálfti fékk 1,110 gesti fyrstu heilu sýningarvikuna. Heildaraðsókn nemur 2,665 gestum. Myndin er í fimmta sæti.

Uglur sáu 25 um frumsýningarhelgina, en alls 157 með forsýningu.

Aðsókn á íslenskar myndir 4.-10. apríl 2022

VIKURMYNDAÐSÓKN (SÍÐAST)ALLS (SÍÐAST)
4Allra síðasta veiðiferðin2,888 (3,815)18,205 (15,317)
2Skjálfti 1,110 (625)2,665 (1,555)
Uglur25 (helgin)157 (með forsýningum)
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR