Allra síðasta veiðiferðin er áfram með mjög góða aðsókn.
Skjálfti fékk 625 gesti um frumsýningarhelgina en alls 1,555 með forsýningum. Myndin er í sjöunda sæti. Myndir með sambærilegar opnunartölur enda gjarnan í 6-8 þúsund gestum.
Allra síðasta veiðiferðin gefur lítið eftir þegar þriðja sýningarhelgin er afstaðin. 3,815 gestir sáu myndina í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 15,317. Þetta eru mun hærri tölur en eftir þriðju helgi forverans, Síðustu veiðiferðarinnar, en hafa verður í huga að eftir þá helgi í mars 2020 var öllu skellt í lás vegna Covid faraldursins.
Aðsókn á íslenskar myndir 28. mars til 3. apríl 2022
VIKUR | MYND | AÐSÓKN (SÍÐAST) | ALLS (SÍÐAST) |
---|---|---|---|
3 | Allra síðasta veiðiferðin | 3,815 (5,956) | 15,317 (11,502) |
Ný | Skjálfti | 625 (helgin) | 1,555 (með forsýningum) |