[Kitla] SKJÁLFTI Tinnu Hrafnsdóttur kemur í bíó í haust

Kvikmynd Tinnu Hrafnsdóttur, Skjálfti, eftir skáldsögu Auðar Jónsdóttur, verður frumsýnd í haust. Kitla verksins hefur verið opinberuð.

Skjálfti segir frá Sögu, sem vaknar upp eftir heiftarlegt flogakast á Klambratúni og man lítið sem ekkert hvað gerðist í aðdraganda þess. Í leit hennar að upplýsingum um sjálfa sig og sína nánustu fara minningar sem Saga bældi niður sem barn að koma upp á yfirborðið, minningar sem neyða hana til að horfast í augu við sjálfa sig og fjölskyldu sína sem tekist hafði að þegja ógnvænlegt leyndarmál í hel.

Myndin byggist á skáldsögunni Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur, sem kom út 2015 og var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Leikstjóri og handritshöfundur er Tinna Hrafnsdóttir.

Með helstu hlutverk fara Aníta Briem, Jóhann Sigurðsson, Edda Björgvinsdóttir, Benjamín Árni Daðason, Sigurður Sigurjónsson, Tinna Hrafnsdóttir, Sveinn Geirsson og Kristín Haraldsdóttir.

Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í haust.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR