spot_img

BERDREYMI opnar í fyrsta sæti

Berdreymi var frumsýnd á föstudag og fékk 1,260 gesti um helgina en alls 2,160 með forsýningu. Myndin er í fyrsta sæti eftir opnunarhelgina.

Sé miðað við sambærilegar opnunartölur annarra mynda má gera ráð fyrir að myndin gæti farið eitthvað yfir tíu þúsund gesta markið að lokum. Fyrri mynd Guðmundar Arnars, Hjartasteinn, var með um helmingi stærri opnunarhelgi 2017 (4,305 gestir) og endaði með 22.684 gesti.

Allra síðustu veiðiferðina sáu 1,042 gestir í vikunni. Heildaraðsókn nemur nú 21,493 gestum. Myndin er í 6. sæti eftir sjöttu sýningarhelgi.

Skjálfti fékk 345 gesti þriðju sýningarvikuna. Heildaraðsókn nemur 3,524 gestum. Myndin er í tólfta sæti.

Uglur sáu 22 í vikunni, en alls hafa 222 manns séð hana.

Aðsókn á íslenskar myndir 18.-24. apríl 2022

VIKURMYNDAÐSÓKN (SÍÐAST)ALLS (SÍÐAST)
Berdreymi1,260 (helgin)2,160 (með forsýningum)
6Allra síðasta veiðiferðin1,042 (2,246)21,493 (20,451)
4Skjálfti 345 (514)3,524 (3,179)
3Uglur22 (43) 222 (200)
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR