spot_img

45 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsefnis 2022

Íslenskar kvikmyndir unnu til 45 verðlauna á alþjóðlegum vettvangi árið 2022. Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson hlaut flest þeirra, 16 talsins. Volaða land Hlyns Pálmasonar (dönsk/íslensk framleiðsla) hlaut 9 verðlaun. Stuttmyndin Hreiður eftir sama leikstjóra hlaut 7 verðlaun.

Hér að neðan er að finna samantekt á alþjóðlegum verðlaunum til íslenskra kvikmynda 2022.

Leiknar kvikmyndir:

Berdreymi

  • Europa Cinemas Label verðlaunin sem besta evrópska myndin í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín.
  • Leikhópur myndarinnar vann aðalverðlaun á Actors Film Festival-hátíðinni í Kranj í Slóveníu.
  • Leikararnir fengu viðurkenningu á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Guadalajara í Mexíkó, í Maguey-verðlaunaflokki hátíðarinnar.
  • Gagnrýnendaverðlaun Biografilm-hátíðarinnar í Bologna á Ítalíu í flokknum Europe Beyond Borders.
  • Guðmundur Arnar valinn besti leikstjórinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu.
  • Alþjóðasamtök kvikmyndagagnrýnenda, FIPRESCI, völdu Berdreymi sem bestu kvikmyndina í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar Off Camera í Póllandi.
  • Blær Hinriksson valinn besti leikarinn á Matera Film Festival á Ítalíu.
  • Sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Taipei í Taiwan.
  • Áhorfendaverðlaun og verðlaun ungmennadómnefndar á Burgas Film Festival í Búlgaríu.
  • Aðalverðlaun La Roche-sur-Yon hátíðarinnar í Frakklandi.
  • Viðurkenning ungmennadómnefndar (Future Generation’ prize) á Sottodiciotto Film Festival á Ítalíu.
  • Áhorfendaverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Ulaanbaatar Mongólíu (UBIFF).
  • Verðlaun dómnefndar ungmenna á kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni.
  • Fischer áhorfendaverðlaunin í flokknum Open Horizons á Thessaloniki Film Festival í Grikklandi.
  • Besta handritið á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Stokkhólmi.

Volaða land

  • Baltic Film Prize verðlaunin fyrir bestu norrænu kvikmyndina á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi.
  • Besta myndin á Riga International Film Festival í Lettlandi.
  • Ingvar E. Sigurðsson besti leikarinn á Festival de Cine í Gáldar á Spáni.
  • Sérstök viðurkenning dómnefndar BFI London Film Festival.
  • Aðalverðlaun Alexandre Trauner Art/Film Festival í Szolnok í Ungverjalandi fyrir leikmyndahönnun Frosta Friðrikssonar.
  • Golden Hugo, aðalverðlaun Chicago hátíðarinnar.
  • Zabaltegi-Tabakalera verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni.
  • Áhorfendaverðlaun á Scanorama European Film Forum í Litháen.

Á ferð með mömmu

  • Aðalverðlaun Tallinn Black Nights hátíðarinnar og besta tónlist á sömu hátíð.

Dýrið

  • Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022.

Heimildamyndir:

Aftur heim?

  • Besta heimildamyndin á Hollywood IWAA hátíðinni. Dögg Mósesdóttir var einnig valin besti leikstjórinn í flokki heimildamynda.

Hálfur Álfur

  • Verðlaun fyrir kvikmyndatöku á German International Ethnographic FilmFestival, GIEFF, Göttingen.

Hækkum rána

  • ECFA verðlaunin fyrir bestu evrópsku heimildamyndina fyrir börn í Berlín.

Stuttmyndir:

Hreiður

  • Besta alþjóðlega stuttmyndin og Hlynur Pálmason valin besti leikstjórinn á 40. alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Sulmona á Ítalíu.
  • Aðalverðlaunin á stuttmyndahátíðinni í Odense í Danmörku.
  • Aðalverðlaunin á Curtas Vila do Conde hátíðinni í Portúgal.
  • Besta stuttmyndin á UK Film Festival í London Englandi.
  • Verðlaun dómnefndar ungmenna á Festival Tous Courts hátíðinni í Frakklandi.
  • Peer Award á International Short Film Festival í Leuven í Belgíu.

Eggið

  • Best Genre Film í flokknum Generation XYZ á kvikmyndahátíðinni í Tampere, Finnlandi.

Á yfirborðinu

  • Sérstök viðurkenning dómnefndar á stuttmyndahátíðinni í Clermont-Ferrand í Frakklandi.

Leikið sjónvarpsefni:

Verbúðin

  • Sérstök viðurkenning í flokki leikins sjónvarpsefnis á Prix Europa verðlaunahátíðinni.
  • Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film & TV Fond) stendur fyrir verðlaununum.

Trom

  • Tvenn verðlaun á sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Monte-Carlo.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR