29 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsefnis 2023

Íslenskar kvikmyndir unnu til 29 verðlauna á alþjóðlegum vettvangi árið 2023. Volaða land eftir Hlyn Pálmason hlaut flest þeirra, 10 talsins (9 verðlaun 2022).

Hér að neðan er að finna samantekt á alþjóðlegum verðlaunum til íslenskra kvikmynda 2023.

Leiknar kvikmyndir:

Á ferð með mömmu

 • Þröstur Leó Gunnarsson hlaut verðlaun sem besti leikarinn á BIF&ST, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Bari á Ítalíu.

Sumarljós og svo kemur nóttin

 • Vann til verðlauna sem besta norræna myndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara í Kaliforníu.

Svar við bréfi Helgu

 • Besta myndin, besta kvikmyndataka, besta klipping og besta tónlist á Montreal International Film Festival.

Northern Comfort

 • Áhorfendaverðlaun Scanorama-hátíðarinnar í Litáen.

Volaða land

 • Nina Grønlund hlaut Robert-verðlaun dönsku kvikmyndaakademíunnar fyrir búningahönnun.
 • Ingvar E. Sigurðsson, Elliot Crosset Hove og Maria von Hausswolff hlutu Bodil-verðlaunin, sem samtök danskra gagnrýnenda veita, fyrir fyrir besta leik í aðalhlutverki, aukahlutverki og kvikmyndatöku.
 • Nina Grønlund hlaut Robert-verðlaun dönsku kvikmyndaakademíunnar fyrir búningahönnun.
 • Ingvar E. Sigurðsson, Elliot Crosset Hove og Maria von Hausswolff hlutu Bodil-verðlaunin, sem samtök danskra gagnrýnenda veita, fyrir fyrir besta leik í aðalhlutverki, aukahlutverki og kvikmyndatöku.
 • Besta myndin og besti leikari (Elliot Crosset Hove) á Almeria Western Film Festival.

Heimildamyndir:

Atomy

 • Aðalverðlaun á Bosifest.

Heimaleikurinn

 • Áhorfendaverðlaun á Nordisk Panorama.

Exxtinction Emergency

 • Besta leikstjórn og klipping á Nature Without Borders.
  Best Environmental Feature á Montreal Indipendent Film Festival.

Stuttmyndir:

Að elta fugla

 • Hlaut Globalex-verðlaunin á Prends ça court.
 • Valin besta kvikaða stuttmyndin á Rendezvous Quebec Cinema.
 • Hlaut verðlaun sem besta teiknaða stuttmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Shanghai í Kína.

Fár

 • Hlaut sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
 • Hlaut heiðursviðurkenningu í flokki stuttmynda á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck.

Hreiður

 • Hlaut Robert-verðlaun dönsku kvikmyndaakademíunnar sem besta stuttmyndin.
 • Dómnefndarverðlaun á Un Festival C’est Trop Court.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR